Ljóð nætur

Þrjú ljóð úr bókinni Ljóð nætur:
Að vísu er þetta fæðingardeild
Og allur viðbúnaður sannfærandi
– samt reynist erfitt að trúa eigin augum
uns hrekkleysið kemur í ljós, maður lifandi
með tíu fingur
með tíu fingur upp til guðs.
Vinátta þín mun ekki varða við lög skógarins
ekki beinlínis, gamli þrjóskur
en útífrá heyri ég fáa mæla kenjunum bót.
Í nótt er ég úrvinda.
Í nótt tala ég ekki um fyrir þér –
haltu bara iðju þinni áfram
þrálátastu vina
spilltu bara fyrir mér leiðindunum.
Já, hvort sem er
orka ég litlu án hjálpar.
Spádómur leiðögumannsins rætist
heimkominn smjatta ég á þarlendum uppskriftum
viðurkenni að ljósadýrðin hafi reynst áhrifamikil
söfnin vakið undrun
og móttökuhallirnar snert við einhverri taug —
þetta sigldur
get ég vitnað um margt nýtt
og athyglisvert sem kom á óvart.
En utan hinnar leiðandi dagskrár
var augnablik meðan hópurinn tafði á rauðu
undir framhliðum sauðsvartra húsa
þar sem sótið afsakaði hverja rúðu
svo engan skyldi gruna mannabústað –
þrátt fyrir að grillti í hendur þeirrar konu
sem bægði gardínum til hliðar og vökvaði blóm.
Einhver fáránlegur ég
túristi á glaðhlakkalegri hraðferð
til sjálfsagt enn einnar hallarinnar
þekkti auðvitað hendur mömmu –
þótt heimkominn og uppveðraður túlki ég
einungis margt nýtt
og athyglisvert sem kemur á óvart.

Þrjú ljóð úr bókinni Ljóð nætur:

Að vísu er þetta fæðingardeild
Og allur viðbúnaður sannfærandi
– samt reynist erfitt að trúa eigin augum
uns hrekkleysið kemur í ljós, maður lifandi
með tíu fingur
með tíu fingur upp til guðs.

Vinátta þín mun ekki varða við lög skógarins
ekki beinlínis, gamli þrjóskur
en útífrá heyri ég fáa mæla kenjunum bót.
Í nótt er ég úrvinda.
Í nótt tala ég ekki um fyrir þér –
haltu bara iðju þinni áfram
þrálátastu vina
spilltu bara fyrir mér leiðindunum.

Já, hvort sem er
orka ég litlu án hjálpar.

Spádómur leiðögumannsins rætist
heimkominn smjatta ég á þarlendum uppskriftum
viðurkenni að ljósadýrðin hafi reynst áhrifamikil
söfnin vakið undrun
og móttökuhallirnar snert við einhverri taug —
þetta sigldur
get ég vitnað um margt nýtt
og athyglisvert sem kom á óvart.

En utan hinnar leiðandi dagskrár
var augnablik meðan hópurinn tafði á rauðu
undir framhliðum sauðsvartra húsa
þar sem sótið afsakaði hverja rúðu
svo engan skyldi gruna mannabústað –
þrátt fyrir að grillti í hendur þeirrar konu
sem bægði gardínum til hliðar og vökvaði blóm.

Einhver fáránlegur ég
túristi á glaðhlakkalegri hraðferð
til sjálfsagt enn einnar hallarinnar
þekkti auðvitað hendur mömmu –
þótt heimkominn og uppveðraður túlki ég
einungis margt nýtt
og athyglisvert sem kemur á óvart.

Pin It on Pinterest

Share This