Syrpa: Ljóðahljóðarall á degi ljóðsins

 

Samræða á degi ljóðsins

Mér finnst eins og ég hafi verið fugl
í fyrra lífi. Fugl.

Þú ert sami sveimhuginn og hefur ekkert breyst.
Fugl. Himinn. Frelsi.
Bla, bla, bla!

Kannski var ég ekta landnámshæna, ha?

Kannski varstu akurhæna. Plaff, plaff, plaff!

Mér finnst eins og ég sé ennþá ég
í fyrra lífi. Fugl. Ég er kíví-
fugl. Ég er mörgæs.
Ég er eimönd.
Ég er kakapúi.
Ég er kasúi, emúi, strútur.
Ég er nandúi. Fugl.
Ég er fugl. Ég er fugl. Ég er fugl.

 

Ávarp á degi ljóðsins

Hvað er ljóð? spurði sokkur
sem fann að teygjan var farin

svo hann
bara
rann

niður fótlegg mannsins
sem stóð á fætur og
gekk með reisn
inn eftir fagnandi sal til að halda ávarp.

 

Tiltal á degi ljóðsins

Næði trufla hrynþung hljóð.
Hljóð vill skáld og næði.
Kvæði telst oft lipurt ljóð.
Ljóð er sjaldan kvæði.

 

Söngur tuskudýranna á degi ljóðsins

bí bí krunk krunk bra bra voff
mu mu mu-u
me me me-e
gagg-alla nöff nöff í-hí hí

bra bra mjá mjá voff voff nöff
mu mu mö
mö mö mu
mu mö mu me bí bí-bí

err-err arr
arr-arr err
err arr urr arr irr arr orr

krunk krunk kvakk kvakk
mjá mjá mjá
me voff
mu voff
krí-krí krí

me me mu mu í-hí hí
mjá mjá bra bra bíbí-bí

 

Eintal á degi ljóðsins

Þú situr við borð ásamt ljóði.
Þú situr þar dag eftir dag
situr og glápir út í loftið.

Þú sem ert ég sem er skáldið
ég ávarpa þig
til þess að fjarlægjast mig
til þess að geta ráðið þér heilt.

Hlustaðu á mig!

Reyndu að horfast í augu við ljóðið
uns kemur í ljós
hvort ykkar verður fyrst til að líta undan.

Stattu svo upp þegar það verður ljóst.
Gakktu þá út til að anda
án þess að túlka eitt eða neitt.

 

Upplestur á degi ljóðsins

Lesarinn ungi
setur nýja tímareim
í gamla ljóðið.

 

Ákvæði á degi ljóðsins

Ég sem les og yrki
ég sem les þig ljóð mitt
legg svo á og mæli um að þú
verðir að flúgandi móðu báli fjalli
verðir að fuglinum stóra stóra
sem enginn kemst yfir
nema ég nema ég
nema ég sem
les þig ljóð
og yrki.

 

Erindi á degi ljóðsins

Fleiri vegir. Fleiri bílar.
Fleiri erindisleysur.
Þannig ortu skáldin í gamla daga.

Um erindi þeirra og erindisleysur
snýst erindi mitt í dag.

Þetta voru fyrsta og annað erindi ljóðsins.
Þau báru með sér djarfar fullyrðingar.
Hér í þriðja erindinu vaknar spurning
þar sem vottar fyrir efa mínum:
Hvaða erindi á ég við ykkur núna í dag?

Fjórða erindið er eins konar millispil
upptaktur að dramatísku loka-erindi:

Ég hef ekkert erindi.
Ég á ekkert erindi.
Ég er erindið. Ég er erindisleysan.

  

Tilboð á degi ljóðsins

Þetta líf allt er ruglað partí. Halló
viltu kaupa ljóð? spyr þessi gaur. Vá!
segi ég: Aldrei að vita. Á hvað?

Tuttugu þúsund! Og ég bara: Ha?
Maður skítur ekki peningum. Tíu?
segir þá gaurinn. Lítið fyrir afbragðs

efni sem örvar. Nei, ég hef engan
áhuga. Skilið? Má kannski bjóða
þér eina línu? Held það sé dagur

ljóðsins og kvöld eða nótt.
Má kannski bjóða þér eina línu?

 

Köll á degi ljóðsins

Taktu hundinn með þér, kallaði kallinn.
Kallaðu á hundinn, kallaði kallinn.

Komdu hingað kallinn
kallaði ég á hundinn.
Þá kallaði hann kallinn.
Afhverju ertu að kalla á hundinn?
Afhverju ertu að taka með þér hundinn?

Þannig kallaði kallinn.
Hann kallaði kallinn.
Hann kallaði kallaði kallinn.

 

Bannorð á degi ljóðsins

maurildi

og

knattspyrna

eða

gyllinæð

sem

vorfögur

langtímafjárfesting

elskast

er

enginn

valkostur

 

DADA-rímur á degi ljóðsins

Fyrsta ríma; ferskeytt

Dada dada dada da
dada dada dada.
Dada dada dada da
dada dada dada.

Erindið skal endurtaka þar til rímunni lýkur.

Önnur ríma; dverghent

Dada dada dada da
dada dada
Dada dada dada da
dada dada

Erindið skal endurtaka uns næsta ríma birtist.

Þriðja ríma; stefjahrun

Dada dada dada da
dada dada da.
Dada dada dada da
dada dada da.

Erindið skal endurtaka fram að pásu

Fjórða ríma, gagaraljóð

Dada dada dada da
dada dada dada da
Dada dada dada da
dada dada dada da

Erindið skal endurtaka svo lengi sem þurfa þykir.

Fimmta ríma, draghent

Dada dada dada dada
dada dada dada
Dada dada dada dada
dada dada dada

Erindið skal endurtaka þar til rímunni lýkur.

 

Hvatning á degi ljóðsins

Ekki skrifa niður.
Ekki skrifa hugsanir þínar niður.

Skrifaðu til að hugsa.
Skrifaðu til að hugsa upp.
Skrifaðu þínar hugsanir upp.

 

Fyrirmæli á degi ljóðsins

Finndu kjötið í grænmetinu.
Finndu safann í mjölinu.
Finndu allt þitt eftirlæti umbúðalaust.

Settu óvænt ljóð á pokasvæði.
Settu óvænt ljóð á pokasvæði.

Hinkraðu eftir merkingu.

Fáðu kvittun fyrir tilveru.
Fáðu kvittun fyrir tilveru þinni.

 

Koddahjal á degi ljóðsins

Komdu draumur drauma minna
draumatök þín vil ég finna
þér af heilum huga sinna
hangs og yndi saman tvinna.

Komdu næturverk að vinna
værð og ró má hingað ginna
harðstjórn vits þá loks mun linna
lona hneit og gjoðið klinna.

Kondi móm og donni dvinna
dænið mumm að hníða jinna
henað gven og blonúð blinna
blútið glinna flinna hjinna.

Kondi kondi ninna ninna
ninna kninna onn og hninna.

 

 

Pin It on Pinterest

Share This