Umskiptingur

Ef ég maka eigin saur á vegginn
ef ég klæmist og hrópa blótsyrði
frá morgni til kvöld
ef sá dagur kemur
ástin mín
þá ferðu eflaust að hugsa:
Þetta er ekki hann sem ég þekki.

Ef sá dagur kemur að ég verð ekki hann
sem þú þekkir
verð ég þá ekki lengur ég? Hver verð ég þá?

Verð ég bara karl sem líkist mér og makar saur á vegg?
Bara skrokkur sem klæmist og blótar?
Einhver annar ég sem klæmist og blótar?

Hver skyldi ég vera núna?

Ég er maðurinn sem í kvöld gælir við eyrnasnepil þinn
með tungubroddi mínum en eitthvert annað kvöld
og fyrr en okkur grunar verður hann fæða orma.

Ég get ekki sagt þetta upphátt.

Ég góni á vegginn
umskiptingur
eftir slys, eftir óhapp langrar ævi.

Nokkrar ljóðaþýðingar AHJ

Bronislawa Wajs (Papusza)
Blóðtár
– Það sem við máttum þola vegna þýsku hermannanna í Voly veturinn ’43 til ’44 –
Í skóginum. Ekkert vatn, enginn eldur – mikið hungur.
Hvar áttu börnin að sofa? Ekkert tjald.
Um nætur gátum við ekki kveikt eld.
Á daginn hefði reykurinn vakið athygi Þjóðverjanna.
Hvernig er hægt að komast af með börn á köldum vetri?

Dropi úr síðustu skúr

Hugstæð er mér kýrin sem ágæt þótti af öðru meir en bauli. Það yrði hamingjan mesta ef þess gætti í óðnum mínum að hugsun frjó er afurð nýtra handa. Gefið hljóð nú opna ég fjósið læt þanka mína út í glórulaust vorið. Huppa frá Kluftum blessuð nytjaskepnan á básinn...

Lausavísur og alls konar kvæði

  Kvíðasöngur undir haust Ég kann svo margt en veit þó varla neitt með vissu um það hvernig málin þróast en held ég viti örugglega eitt: Mín óvissa er kvik og síst að róast. Það streymir glóðheit ólga inní mér þar eru núna kvikuhlaupin tíðust og angist mín er...

Pin It on Pinterest

Share This