Öll ljóð sem Anton Helgi Jónsson hefur hefur birt í bókum gegnum tíðina er nú hægt að lesa á þessari vefsíðu. Einnig eru hér ljóð sem aðeins hafa birst í tímaritum og önnur sem hvergi hafa sést áður, þ.á.m. nokkur frá unglingsárum skáldsins. Þá er hér að finna samtíning af lausavísum og tækifæriskvæðum frá ólíkum tímum.

Hér má smella til að komast strax í bóka- og möppuljóðin.

Á síðunni eru ljóð líka sett saman í alls konar syrpur og einnig látin inn í myndrænt samhengi sem ber keim af óskólaðri  sköpunargleði. Með vefnum og allri framsetningu á honum er þannig reynt að fanga andann sem ríkir í ljóðheimi skáldsins og einkennist fremur af alþýðlegum gáska en listrænni sýn og bókmenntalegum þunga.

 

Alls konar utanbókarljóð

Ljóð sem af ýmsum ástæðum hafa ekki ratað í bækur má lesa hér. Þetta eru alls konar ljóð um allt og ekki neitt, sum eru örstutt og önnur langar þulur. Elstu ljóðin eru frá því fyrir 1974 en þau yngstu frá 2019. Hægt er að ferðast aftur í tímann með því að skruna niður...

Tvífari gerir sig heimakominn

Tvífari gerir sig heimakominn er syrpa ljóða sem birta augnabliksmyndir af alls konar fólki í borgarumhverfi þar sem veruleikinn virðist ansi hreint kunnuglegur. Þegar betur er að gáð kemur þó iðulega í ljós að eitthvað við hann stemmir ekki, veruleikinn á sér tvífara...

Lausavísur og alls konar kvæði

Úrval af lausavísum og alls konar tækifæriskvæðum sem hafa orðið til í gegnum árin má lesa hér og skemmta sér við hafi maður intressu fyrir „hefðbundnum formum“ í ljóðagerð. Innhaldið er upp og ofan, oft á tíðum ræður glettnin för en stöku sinnum tekur alvaran yfir og...

Pin It on Pinterest

Share This