Fyrirmæli á degi ljóðsins

Ég sem yrki
ég sem les þig ljóð
legg svo á og mæli um að þú
verðir að flúgandi móðu báli fjalli
verðir að fuglinum stóra stóra
sem enginn kemst yfir
nema ég nema ég
nema ég sem
les þig ljóð
og yrki.

Dropi úr síðustu skúr

Hugstæð er mér kýrin sem ágæt þótti af öðru meir en bauli. Það yrði hamingjan mesta ef þess gætti í óðnum mínum að hugsun frjó er afurð nýtra handa. Gefið hljóð nú opna ég fjósið læt þanka mína út í glórulaust vorið. Huppa frá Kluftum blessuð nytjaskepnan á básinn...

Lausavísur og alls konar kvæði

  Kvíðasöngur undir haust Ég kann svo margt en veit þó varla neitt með vissu um það hvernig málin þróast en held ég viti örugglega eitt: Mín óvissa er kvik og síst að róast. Það streymir glóðheit ólga inní mér þar eru núna kvikuhlaupin tíðust og angist mín er...

Alls konar utanbókarljóð

  Vor Kettirnir mættir og skíta í sandkassann á leikvellinum. Boðorð undir fjögur augu Þú skalt heiðra. Þú skalt virða. Þú skalt heiðra og virða föður þinn. Þú skalt hlýða. Þú skalt. Leyfðu mér nú að sjá þig brosa. Þú mátt brosa. Brostu. Það verður leyndarmálið...

Pin It on Pinterest

Share This