Fjölda ljóða sem Anton Helgi Jónsson hefur birt í bókum gegnum tíðina er  hægt að lesa á þessari vefsíðu. Einnig eru hér ljóð sem bara hafa birst í tímaritum og önnur sem hvergi höfðu sést áður en þau birtust hér, þ.á.m. nokkur frá unglingsárum skáldsins. Þá er hér að finna samtíning af lausavísum og tækifæriskvæðum frá ólíkum tímum. Með því að smella hér má  komast strax í bóka- og möppuljóðin. Á síðunni má fræðast um nýjustu verk skáldsins en til þeirra teljast Þykjustuleikarnir frá 2022 og Handbók um ómerktar undankomuleiðir sem kom út 2020

Einnig má hér lesa fjölmargar hækur úr óútgefnu handriti sem ber titilinn Augnablik án titils eða árið í hækum.

Ég hugsa mig, nokkur ljóðaljóð og sagnir kom út hjá  hjá Máli og menningu 2024.  Bókin kemur út í tilefni merkra tímamóta en 45 ár eru liðin frá því að skáldið gaf fyrst út bók undir merki MM og 50 ár síðan það gaf út sína fyrstu bók, ljóðakverið Undir regnboga.

 

 

 

Handbók um ómerktar undankomuleiðir

Náttúra Íslands og ferðalög um landið eru leiðarstef í nýrri bók Antons Helga Jónssonar sem kom út í byrjun október 2020. Bókin inniheldur  ljóðsögu sem auðveldlega má sviðsetja í huganum eins og leikrit eða óperu. Holtasóley, klettar, lofthræðsla og gönguskór leika...

Alls konar utanbókarljóð

Ljóð sem af ýmsum ástæðum hafa ekki ratað í bækur má lesa hér. Þetta eru alls konar ljóð um allt og ekki neitt, sum eru örstutt og önnur langar þulur. Elstu ljóðin eru frá því fyrir 1974 en þau yngstu frá 2022. Hægt er að ferðast aftur í tímann með því að skruna niður...

Tvífari gerir sig heimakominn

Tvífari gerir sig heimakominn er syrpa ljóða sem birta augnabliksmyndir af alls konar fólki í borgarumhverfi þar sem veruleikinn virðist ansi hreint kunnuglegur. Þegar betur er að gáð kemur þó iðulega í ljós að eitthvað við hann stemmir ekki, veruleikinn á sér tvífara...

Pin It on Pinterest

Share This