Leyndarmál

Innst í huga mér
handan orða og gerða
á ég leyndarmál
sem enginn má vita

þó vildi ég
að einhver
innti mig eftir því

Nokkrar ljóðaþýðingar AHJ

Bronislawa Wajs (Papusza)
Blóðtár
– Það sem við máttum þola vegna þýsku hermannanna í Voly veturinn ’43 til ’44 –
Í skóginum. Ekkert vatn, enginn eldur – mikið hungur.
Hvar áttu börnin að sofa? Ekkert tjald.
Um nætur gátum við ekki kveikt eld.
Á daginn hefði reykurinn vakið athygi Þjóðverjanna.
Hvernig er hægt að komast af með börn á köldum vetri?

Dropi úr síðustu skúr

Hugstæð er mér kýrin sem ágæt þótti af öðru meir en bauli. Það yrði hamingjan mesta ef þess gætti í óðnum mínum að hugsun frjó er afurð nýtra handa. Gefið hljóð nú opna ég fjósið læt þanka mína út í glórulaust vorið. Huppa frá Kluftum blessuð nytjaskepnan á básinn...

Lausavísur og alls konar kvæði

  Kvíðasöngur undir haust Ég kann svo margt en veit þó varla neitt með vissu um það hvernig málin þróast en held ég viti örugglega eitt: Mín óvissa er kvik og síst að róast. Það streymir glóðheit ólga inní mér þar eru núna kvikuhlaupin tíðust og angist mín er...

Pin It on Pinterest

Share This