Regnhlífar

Hringdu fyrir mig, bað hún. þér
gerir það ekkert að hringja.

Ég hlífði mér um stund með lærdómi.
Svo mundi ég víti hennar: Ef
barn spennir upp regnhlíf
innandyra
þá missir það móður sína.

Og hvað sem leið öðrum vilja mínum
hringdi ég til konunnar
sem var í sambandi við huldulækninn.

Seinna fréttist af bænheitum rukkara
fyrir norðan og fötluðum
dreng sem þótti góður til áheita.

Allir spenna upp regnhlíf innandyra.
Ekkert dugði á veikindi móður minnar.

Allir spenna upp regnhlíf innandyra.
Sumir hlífa sér með efanum.
Sumir hlífa sér með trúnni.

Dropi úr síðustu skúr

Hugstæð er mér kýrin sem ágæt þótti af öðru meir en bauli. Það yrði hamingjan mesta ef þess gætti í óðnum mínum að hugsun frjó er afurð nýtra handa. Gefið hljóð nú opna ég fjósið læt þanka mína út í glórulaust vorið. Huppa frá Kluftum blessuð nytjaskepnan á básinn...

Lausavísur og alls konar kvæði

Elvis á meðal vor Elvis lifir enn og brátt aldraður hann verður; vill síst um það hafa hátt, hann er þannig gerður. Elvis karlinn býr í blokk, blessar granna sína meðan ekkert unglingsrokk eyrun fer að pína. Dada, dada, dada da dada, dada, da. Elvis pókar aldrei mæk...

Alls konar utanbókarljóð

Ljóð til minningar um Nika Begades   Ég hendi mér í fossinn, sagði Sigríður í Brattholti. Um leið og þið farið að virkja í þágu gróðans þá hendi ég mér í fossinn. Ég vil ekki lifa ef allt á að snúast um auðinn. Ég vil ekki lifa ef trú mín á landið brestur. Hver á...

Pin It on Pinterest

Share This