Bókaljóð og möppuljóð

Ljóðabækur Antons Helga Jónssonar eru átta og flestar þeirra hafa komið út undir merki Máls og menningar. Nýrri bækur skáldsins er auðvelt að nálgast á vef Forlagsins en nokkur sýnishorn úr þeim eru hér á síðunni.

Texta eldri bókanna er hægt að lesa með því að smella á titlana hér til hliðar. Bókin Ljóð nætur kom út árið 1985 og var gefin út í 60 eintökum. Hvatamaður útgáfunnar var vinur skáldsins, Guðjón Davíð Jónsson, en hann teiknaði myndir og hannaði bókina sem hluta af skólaverkefni við MHÍ. Flest ljóðin voru síðan endurprentuð í Ljóðaþýðingum úr belgísku, en þó ekki öll og ekki eitt merkilegasta ljóðið, en það birtist hér á síðunni ásamt tveimur öðrum.

Þá má einnig finna hér nokkuð af frumsömdum og þýddum ljóðum sem hvergi hafa birst annars staðar en einnig safn af vísum og kvæðum.

Pin It on Pinterest

Share This