Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð

Í bókinni Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð má bæði finna ljóð sem bjóða upp á það að brosað sé út í annað og eins ljóð sem takast á við alvarleg málefni. Bókin inniheldur meðal annars ljóðið sem hreppti fyrstu verðlaun í samkeppninni um Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2009. Margir hafa beðið eftir því að sjá það ljóð í bók en auk þess eru í bókinni háðskar ádeilur ortar í kjölfar bankahrunsins, ýmiss leikræn eintöl sem og einlæg ljóð á persónulegum nótum.

Bókinnni er ekki skipt í kafla útfrá efni eða aðferð heldur skiptast á fallegar náttúrustemmningar og nöturlegar eða gráglettnar lýsingar úr mannnlífinu.
Hugmyndir að mörgum ljóðanna hafa kviknað á ferðum skáldsins um Ísland og því er vel við hæfi að í bókinni eru nokkrar landslagsljósmyndir eftir Jóhann Pál Valdimarssons.

Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð er falleg bók í einföldu broti og hefur glatt marga.

Hér má lesa gagnrýni sem birtist í Fréttablaðinu 25. nóvember:

Það er Mál og menning sem gefur bókina út og þeir sem hafa áhuga á að panta eintak geta farið inn á vef Forlagsins og keypt ljóðabókina þar.

Þeir sem eru óöruggir en vilja þó eignast bók ættu að senda skáldinu tölvupóst á anton[hjá]anton.is eða hringja í síma 898 6164.

Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð fylgdi í kjölfar bókarinnar Ljóð af ættarmóti sem kom út haustið 2010. Sú bók fékk fínar móttökur hjá gagnrýnendum, eins og stundum er sagt, en lesendur á öllum aldri luku einnig á bókina lofsorði. Hérna er hægt er að sjá sýnishorn úr Ljóð af ættarmóti.

Pin It on Pinterest

Share This