Ljóð og ljóðasyrpur

Ljóð um plöntur og fugla

Haust í Þingholtunum Það komst eitt sinn kenning á sveim um kyrran og laufgrænan heim. Af rigningum barið er reynitréð farið að ryðga í fræðunum þeim.   Grjót. Mosi. Vatn. Grjót. Mosi. Vatn. Vatn. Mosi. Grjót. Grjót. Vatn. Mosi. Mosi. Grjót. Vatn. Vatn. Grjót....

Verslunarljóð og limrur

Bíbí straujar angistina Alltaf svo kokhraust á útsölur fer ég þó ergir mörg summan, það sver ég - en korti ég veifa það kvíðann vill deyfa: Ég kaupi og þess vegna er ég. Búðarþula Það fæst ekki hér. Það er búið. Það er uppselt. Kondu þér burt. Það fæst ekki lengur....

Lina Dardonah

Hún fetar sig um laskað hús með bangsa í fanginu, lítil stúlka. Í fjarlægum stjórnklefa situr ungur karl með krullur niður vangana maulandi súkkulaði og snakk. Deyi fólk þá getur það sjálfu sér um kennt. Íbúum er alltaf ráðlagt að yfirgefa húsin. Þeir segja mér ekkert...

Rappið mitt í flugstöðinni

  Við komumst ekki heim fyrir jólin. Við erum stökk. Við erum föst. Við komumst ekki neitt. Við komumst ekkert heim þessi jólin. Það er enginn á staðnum sem veitir okkur upplýsingar. Það talar enginn við okkur. Það veit enginn neitt. Áðan dúkkaði upp önug kona í...

Sálumessa yfir skotmanni

  Ég bið ekki neinn um að miskunna mér og alls ekki þig sem ef til vill hlustar ég veit ekki hvort þú ert til ég bið hvorki þig né aðra að miskunna mér eða honum.   Ég veigra mér við að nefna nafn hans. Ég verð samt að nefna nafn hans. Hann skal ekki taka...

Andvökusenna

  Þula fyrir tvær hendur og höfuð manns Segðu mér söguna aftur þá sem þú sagðir í gær um kvíðafullu veruna með undarlega höfuðið og hendurnar tvær. Það var einu sinni vera sem átti sér athvarf í kompu innan í kúlu sem þeyttist um geiminn hún lá undir sæng, undir...

Pin It on Pinterest

Share This